Bati minn getur hafist – þegar ég sleppi tökunum

The Forum, nóvember 2009
 
Þegar ég kom í Al-Anon, áttaði ég mig ekki á hversu stjórnsöm ég var að eðlisfari. Ég hélt að það væri í lagi, jafnvel hið besta mál að halda drykkfelldum eigimanni mínum frá áfengi. Núna, eftir nokkra mánuði á bataleiðinni, veit ég betur. Samt verð ég að vera á varðbergi gagnvart stjórnseminni.
 
Um daginn fékk ég hugmynd sem breyttist í dagdraum: „Væri ekki frábært ef ég gæti handjárnað mig fasta við manninn minn? Þá verð ég alltaf  með honum og ef ég er alltaf með honum drekkur hann ekki! Vissulega mun það hjálpa honum og þá verð ég hamingjusöm.“
 
Ég ímyndaði mér að ég sæti handjárnuð við hann í bílnum og allt í einu, tók alkóhólíski hugur hans völdin, hann fór út úr bílnum og gekk inn í vínbúðina. Þarna dróst ég, handjárnuð við hann eftir götunni. Eins kröftuglega og ég barðist um gat ég ekki stoppað hann. Úlnliðurinn á mér var marinn, hnén rispuð og öxlin farin úr liði.
 
Í tilraun minni við að stjórna alkahólistanum, hafði ég meiðst. Ég áttaði mig á að þegar sjúkdómurinn yfirtekur alkóhólistann er ekkert sem ég get gert við því. Eiginmaður minn er miklu sterkari en ég og sjúkdómurinn er sterkari en hann. Þegar sjúkdómurinn tekur stjórnina get ég ekki sigrað. Ef ég reyni, mun ég bara skaða sjálfa mig.
 
Ef ég losa handjárnin skaðaðist ég ekki meira. Ég yrði enn marin en mér færi að batna án þess að verða fyrir frekari áverkum. Þannig að í mínu daglega lífi reyni ég að sleppa tökunum á alkóhólistanum.
 
Bati er hafinn og ég er ekki lengur dreginn um allt. Alveg eins og að hann er sterkari en ég og sjúkdómurinn er sterkari en hann, er Guð sterkari en við öll. Það er allt sem ég þarf að vita.
 

Eftir Casey C., Florida
The Forum, nóvember 2009

 Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.
© Al-Anon Family Group Headquarters. All Rights Reserved.


Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©