Frestun landsþjónusturáðstefnu

Tilkynning frá aðalþjónustunefnd
Aðalþjónustunefnd ákvað á síðasta fundi sínum að fresta fyrirhugaðri landsþjónusturáðstefnu sem halda átti í október. Stefnt er því að halda hana í janúar n.k.  
Svæðisfundir hafa ekki verið haldnir og réttkjörnir landsþjónustufulltrúar því ekki til. Skipulagið er ekki að virka eins og það á að gera.
Það er mikill þroski í þjónustu, vinsamlegast bjóðið ykkur fram.
Munið að það eru einungis þeir sem eru í Al-Anon samtökunum og ekki öðrum 12 sporasamtökum sem eru kjörgengir í starf deildar- og varadeildarfulltrúa , svæðis- og varasvæðisfulltrúa, landsþjónustu- og varalandsþjónustufulltrúa.
 
Með AL-Anon kveðju
aðalþjónustunefnd