Héðinsgötu 1-3, kl. 13:30
Eins og kom fram í síðustu frétt, þá verður haldin vinnusmiðja laugardaginn 13. september 2014 kl. 13:30 til 17:00 að Héðinsgötu 1-3.
Ráðgert er að vera með happdrætti á vinnusmiðjunni með nokkrum vel völdum bókavinningum, aðeins 500 kr. miðinn.
Dagskrá vinnusmiðjunnar er áætluð eftifarandi:
13.30–13:50 | Farið yfir fjármál og uppbyggingu samtakanna. |
13:50-14:05 | Kynning á því hvernig erfðavenjur og þjónustuhugtök tengjast efni vinnusmiðjunnar. |
14:05–14:45 | Spurningum varpað fram og félögum gefinn kostur á umræðum úr sal með Al-Anon aðferðinni: 1,5 mínútur til tjáningar án truflunar. |
14:45–15:00 | Kaffihlé. |
15:00–15:45 | Vinnuhópar með 6-8 manns hver. Spurningum frá því fyrir kaffihlé verður skipt niður á hópana. |
15:45–17:00 | Kynning á helstu umræðum/niðurstöðum úr hópavinnu. |
Síðan verður safnað saman hugmyndum hópanna um leiðir og lausnir, þær skrifaðar niður og skilað til kynningar í lok vinnusmiðjunnar.
Með kveðju frá Framkvæmdanefnd
Al-Anon á Íslandi