Vinnusmiðja Al-Anon 2021

Reykjavík, 16. maí
 
Kæru félagar
 
VINNUSMIÐJA  Al-Anon 2021 verður haldin sunnudaginn 16. maí kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík.
 
Yfirskrift: ”Þjónustuhandbókin – hvernig starfar Al-Anon, hvert er hlutverk mitt?”
 
Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir samtökin. Í þjónustuhandbókinni segir um hlutverk deildarfulltrúa og varadeildarfulltrúa „eru mikilvægir hlekkir í viðhaldi, vexti og sameiningu Al-Anon um allan heim“. Þetta efni er kjörið til að styrkja deildar- og varadeildarfulltrúa sem og aðra félaga.
 
Eftirfarandi er meðal umræðuefna:

  • Þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi
    a) Hvaða þýðingu hefur þjónustuhandbókin? Fyrir samtökin? Fyrir deildir og svæði? Fyrir félaga?
    b) Er þjónustuhandbókin sýnileg í deildinni minni? Hvernig er hún notuð í deildinni? Hvernig nota ég hana? Ef ekki, hvers vegna?
  • Þekkið þið hugtakið þjónustutrúnaðarmaður? Hvaða hlutverk hefur hann?
  • Hvað getur landsþjónustan (skrifstofan/aðalþjónustunefnd) gert betur til að styðja félaga í þjónustu og hvetja til þátttöku?
  • Tekur deildin mín ábyrgð á því að styðja landsþjónustu Al-Anon? Með hvaða hætti?
  • Hver eru þjónustuverkefnin í deildinni minni? Hvernig er þeim útdeilt?
  • Hvernig hvetur deildin mín nýja félaga til að taka þátt í þjónustu?
  • Hvað legg ég af mörkum til deildarsamviskunnar?
  • Hvaða þjónustueiginleika langar mig að öðlast sem aðrir hafa?

 
Í upphafi heyrum við reynslusögur nokkurra félaga. Síðan skipta þátttakendur sér í umræðuhópa og ræða ákveðin atriði. Að loknum umræðum í hópum kynna félagar úr hverjum hópi umræður hópsins.
 
Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta á vinnusmiðjuna og leggja sitt af mörkum, bæði nýliðar og þeir sem hafa verið lengi í samtökunum, því reynsla allra er jafn mikilvæg.
 
Vinnusmiðjan er haldin í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 Reykjavík. Ekki er innheimt þátttökugjald en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Boðið er uppá veitingar í kaffihléi um kl. 11:30. Gott er að hafa með sér skriffæri og pappír.
 
Kveðja,
Ráðstefnunefnd