Kjarkur til að breyta

Til breytinga þarf kjark, hreinskilni, heiðarleika og vilja. Breyting var fyrir mér áhætta, mjög hræðileg, en ef ég gerði það ekki mundi líf mitt vera við það sama.
Ég mundi vera sú sama. Mér fannst ég engu hafa að tapa því ég hafði þegar tapað sjálfri mér. Ég var að fara í gegnum tilfinningakreppu. Ég fór að taka margar áhættur. Sumu sem ég breytti var líkamlegt. Varð t.d. frjálslegri varðandi hár mitt og klæðnað. Ég þurfti að takast á við þrifnaðaráráttu mina, hörku mína, stundaskrár-lífstíl minn, og óhollar matarvenjur. Ég tók þá áhættu að vera berskjölduð með því að opna mig við  Al-Anon deildina mína, ástríkan, fordómalausan hóp.
 
Al-Anon opnaði dyr að nýrri vitund. Af því að ég hafði verið vernduð í minni æsku þá hafði ég aldrei lært hvernig raunveruleikinn var eða hvernig átti að bjarga sér. Enda fór það svo þegar ég fór að standa á eigin fótum að ég féll beint á andlitið. Í dag set ég mörk og hef verkfæri úr prógramminu til að bjarga mér í gegnum hvern dag. Ég lærði að alkóhólismi er sjúkdómur og ég valdi að hafa samúð með þeim sem eru sjúkir. Ég hef lært að fyrirgefningin er að gefa frá mér réttinn til að særa þig því að þú hafir sært mig. Ég kafa undir yfirborðið vitandi að manneskja sem hreytir út úr sér særandi orðum líður oftast mjög illa og veit ekki hvernig hún á að takast á við sín innri vandamál. Í dag hef ég margt til að vera þakklát fyrir og ætti afstaða mín að vera eitt af því. Að hugsa og lifa einn dag í einu hjálpar mér að gera sem mest úr deginum mínum. Að lifa lífinu til fullnustu er góð tilfinning.
 
Al-Anon hefur kennt mér að hugsa um mín mál og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér sjálfum. Ég geri þetta með því að ímynda mér hring í kringum mig sem minnir mig á þegar sumir hlutir eru ekki mitt mál. Þá er þetta fyrir utan minn hring og ekki mitt vandamál. Ég hef mitt eigið til að vinna að.
 
Í gegnum allt mitt hjónaband lifði ég í stöðugum ótta og kvíða. Fyrir Al-Anon gönguna kaus ég að kæfa allar tilfinningar. Svo brjálaðist ég og fór í tilfinningaflækju. Á eftir fylltist ég skömm og niðurlægingu sem hlóðst á mína bjöguðu sjálfsímynd.
 
Í dag kýs ég að leyfa mér að finna sársauka og bið minn æðri mátt að ganga með mér í gegnum erfiðleikana. Ég verð að sætta mig við að misnotkun var hluti af mínu hjónabandi og ég gerði mitt besta með það sem ég hafði. Ég reyni mjög mikið að hrósa sjálfri mér. Ég er góðra hluta verð. Ég trúi að minn æðri máttur setji fólk og atburði inn í mitt líf af ástæðu. Sumir fylla mig af góðu meðan aðrir eru ögrun  til að vinna jafnvel meira í prógramminu. Fyrir mér er gleði hin hliðin á sársauka, því sönn gleði skilst aðeins í lífi þar sem sársauki og sorg hefur markað spor sín.  Hefði ég ekki gifst alkóhólista væri ég ekki í persónulegu sambandi við minn æðri mátt í dag.

 

Debbie C., Ohio
(Þýtt úr ágústhefti Forum 1995)