Netvinur óskast

Kæru Al-Anon félagar!

 
Ég óska öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það liðna og vona að þið séuð ekki með jólasíþreytu eins og ég. Ég óska hér með eftir net-pennavini.  Ég er 59 ára gömul, búin að vera gift í tæp 40 ár og þar af hafa 20 ár verið edrú.  Ég hef stundað Al-Anon í þessi 20 ár, með hvíldum þó.  Ég hef aldrei farið í sporin skriflega eða með öðrum og núna langar mig til þess.  Ég tel mig samt hafa Al-Anon mikið að þakka og held áfram að þjóna.  T.d. er ég tengill núna og finnst það skemmtilegt. Ég á erfitt með að komast á fundi á veturna, bæði vegna heilsuleysis og veðurs.  Ég kann ekki ennþá að fara inn á netfundina, en ég er viss um að ég á eftir að læra það.  Ég er svo nýbúin að fá tölvu og er að læra á hana.  Ég bíð spennt eftir að heyra frá einhverjum sem vill vera netsponsor fyrir mig eða netvinur eða vinkona.  Sendu svarbréf til skrifstofunnar, netfangið er al-anon@al-anon.is og það verður áframsent til mín þaðan.
 
Bless bless,
Dísa