Frá Cindy í Mississippi:
Orðin ein munu aldrei getað tjáð allt það sem ég get þakkað trúnaðarkonunni minni. Hún var til staðar, til þess að styðja mig, til þess að uppörva mig og til þess að gefa mér von þegar ég loksins sættist við að ég þurfti á Al-Anon að halda. Marga daga og nætur var hún til staðar til að tala við mig, gráta með mér,
deila reynslu sinni með mér og hlæja með mér. Enginn hafði nokkurn tímann hlustað á mig eins og hún gerði.Hún hafði sjálf farið þessa leið á undan mér og þekkti sársaukann, tárin, reiðina, vonbrigðin og örvæntinguna. Og hún hafði lifað það allt af!
Trúnaðarkonan mín vinnur enn að sínum bata eftir Al-Anon leiðinni. Ásamt því að lifa eftir sporunum er hún að sýna mér hvernig ég get lifað ,,einn dag í einu”.
Löngum stundum hefur hún veitt mér leiðsögn sína, von og við höfum deilt reynslu okkar hvor með annarri. Hún hefur gefið mér nýja von, styrkari grunn og þá trú að margt í lífi mínu geti orðið miklu betra. Það er henni að þakka að ég veit að ég get ekki breytt öðrum og að ég er eingöngu ábyrg fyrir sjálfri mér. En ég verð að taka ákvörðun um hvað ég vil og vil ekki sætta mig við. Frá degi til dags er ég að læra að ,,sleppa tökunum og leyfa Guði” og að skoða ,,hversu mikikvægt er þetta?”. Ég er trúnaðarkonunni minni þakklát fyrir að gefa mér svo mikið af tíma sínum og fyrir að vera ávallt til staðar fyrir mig er ég var döpur og búin að tapa kjarkinum. Ég er henni þakklát fyrir alla hvatninguna sem hún veitti mér sem vinkona mín, með fyrirmynd sinni og stuðningi. Hún er sífellt að minna mig á að ,,halda áfram að koma”. Ofar öllu hefur trúnaðarkonan mín hjálpað mér að sjá að ég á það skilið að vera heilbrigð manneskja. Hún sannfærði mig um að líf mitt væri einhvers virði og að ég geti lifað af áhrif fjölskyldusjúkdómsins með þvi að nota reynslusporin og Al-Anon leiðina. Vonandi get ég, dag einn deilt einhverju af því sem trúnaðarkonan hefur sýnt mér með öðrum. Kannski get ég uppörvað nýja fólkið sem á eftir að ganga inn um dyr Al-Anon.