Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen.
Ég man ekki hvað varð til þess að ég
Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen. Ég man ekki hvað varð til þess að ég byrjaði að taka þátt í Alateen, en man að ég var mjög stressuð fyrir fyrsta fundinn minn. Hafði áhyggjur af því að ná ekki nógu vel til krakkana og að þeir myndu ekki skilja allt sem ég talaði um. Einnig hafði ég áhyggjur af hvað þeim myndi finnast um mig. Man eftir því að hafa passaði mig að nota einföld orð, ekki tala um neitt of flókið og reyna eftir fremsta megni að höfða til þeirra. Ég var ekki lengi að átta mig á að þetta voru óþarfa áhyggjur. Það sem skipti máli var það sem við áttum sameiginlegt: að búa eða hafa búið við alkóhólisma.
Ég hef lært ótrúlega mikið af því að vera Alateen trúnaðarmanneskja. Í hvert skipti sem ég hitti krakkana rifjast upp fyrir mér hvernig var að vera barn eða unglingur og búa við alkóhóliskar aðstæður. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu starfi og kynnast þessum krökkum. Mér hefur fundist æðislegt að fylgjast með þeim tileinka sér ný viðhorf og læra að nota þau dags daglega. Ég dáist að hugrekki þeirra og samgleðst þeim.