Mér hefur lærst margt í Al Anon sem ég veit að ég hefði ekki lært án alls þess sem að baki er og fyrir það verð ég að eilífu þakklát . . .
ég hef lært að elska sjálfa mig
ég hef lært að biðja til Guðs um hjálp
ég hef lært að opna hjarta mitt
ég hef lært að allar tilfinningar eiga rétt á sér
– og að þær koma og þær fara
ég hef lært að það er í lagi að gera mistök og að það er í lagi að gráta
ég hef lært að ástin, hversu heit sem hún er,
getur aldrei orðið fíkn yfirsterkari
ég hef lært að það er í lagi að skipta um skoðun
ég hef lært að rækta vináttu við börnin mín og fólkið í kringum mig,
ég hef lært:
– að faðma fólk
– að hlusta á aðra
– að ég get lært eitthvað af öllum sem ég mæti
– að ég breyti ekki öðrum en sjálfri mér
– að allir eru alltaf að gera sitt besta
– að fyrirgefa, sjálfri mér og öðrum
– að ganga einu skrefi lengra en ég þori
ég hef lært að meta sköpunarverk Guðs í smáu sem stóru
– að elska bláma himinsins, Karlsvagninn og tunglið
ég hef lært að njóta einveru og sækja mér styrk í fjöllin, sjóinn og trén
– að leita hjálpar þegar ég þarf á henni að halda
– að foreldrar mínir elska mig þótt þeir tjái það ekki með orðum
– að allt tekur enda á endanum
– að sleppa tökunum og leyfa Guði
– að góðir hlutir gerast stundum löturhægt
– að þakka fyrir allt það sem mér hefur verið gefið
– að engir erfiðleikar eru án lexíu sem ég þarf á að halda
– að það getur verið gott fyrir mig að finna til
– að það þarf styrk til að viðurkenna veikleika sína
og ég hef líka lært að Hann þarna uppi mun aldrei láta mig
sitja auðum höndum – og að Hann er alltaf með mér.