1 Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna.
Þó ég væri að vinna í sporunum veittist mér erfitt að bæta ástandið á heimilinu.
Ósanngirni og ruglingur varðandi ábyrgð leiddu til óraunhæfra væntinga og gremju. Trúnaðarmaðurinn minn benti mér á að erfðavenjurnar væru leiðbeiningar til að halda einingu innan heimilisins líkt og innan Al-Anon deildanna. Ég sneri mér að þeim og reyndi að túlka þær á heimilinu. Fyrsta erfðavenjan segir mér, að sameining fjölskyldunnar sé mjög mikilvæg og heimilið sé staður þar sem hver og einn fær tækifæri til að þroskast. Samband okkar og þroski líður fyrir það ef ég axla ábyrgð annarra eða aðrir mína.
Peggy, West Virginia
Ath. Greinin hér á undan er hluti greinar úr Forum frá 1998 sem fjallar um hvernig nýta má tólf erfðavenjur Al-Anon í heimilislífinu. Erfðavenjunni er skotið inn á undan til að auðvelda skilning og munu næstu 11 hlutar greinarinnar birtast mánaðarlega út árið.
Ritstj.