– Helstu hugtökin
Okkur langar til þess að deila með þér nokkrum meginhugtökum Al-Anon til þess að hjálpa þér til að skilja þá umræðu sem fram fer og gera fyrstu fundina þína innihaldsríkari.
Helsta grundvallarhugsunin er kannski sú að við eru vanmáttug gagnvart alkóhólistanum en við höfum stjórn á okkur sjálfum. Þess vegna muntu heyra okkur tala um hvernig við getum breytt okkur sjálfum svo að við öðlumst hamingju, hvort sem alkóhólistinn drekkur eður ei.
Önnur grundvallarhugsunin er sú að alkóhólismi er sjúkdómur, og alkóhólistinn getur ekki að því gert að hann er haldinn þeim sjúkdómi – ekki fremur en fólk getur að því gert þó það hafi krabbamein eða sykursýki. Við getum ekki meðhöndlað sjúkdóminn en við getum lært að láta alkóhólistann taka afleiðingum eigin gerða. Við köllum þetta að aftengjast. Við aftengjum okkur frá vandamálum áfengissýkinnar. Um síðir lærum við að bregðast ekki við drykkjunni og þá er bataganga okkar hafin.
Þriðja grunnhugsunin felst í að lifa einn dag í einu. Við reynum að fyrirgefa okkur þau mistök sem við gerðum í gær og ákveðum að taka morgundeginum þegar hann rennur upp. Við lifum fyrir líðandi stund, fyrir daginn í dag.
Fleiri hugmyndir birtast í Tólf reynslusporum Al-Anon og slagorðunum. Þú munt einnig finna hjálp í því að heyra hvernig aðrir takast á við vandamál sín. Og þú munt finna hjálp í þeirri ástríku umhyggju sem við fundum til gagnvart þér um leið og þú gekkst inn um dyrnar.
Höf. Ókunnur