Áskrift að veftímaritinu Hlekknum
Hér geta allir skráð sig sem áhuga hafa á því að fá tölvupóst í hvert sinn sem ný tilkynning, frétt eða reynslusaga kemur inn á Hlekkinn veftímarit Al-Anon samtakanna á Íslandi. Einu upplýsingarnar sem þú þarft að láta af hendi eru netfang og fornafn. Gerast áskrifandi að Hlekknum.
Nafnleyndin er að sjálfssögðu höfð í heiðri við umsjón áskriftarskráarinnar.
Þér er frjálst að lesa upp á fundum og kynna efni Hlekksins fyrir öðrum félögum og aðstandendum alkóhólista, svo framarlega að þú getir þess að þú hafir fengið efnið á vefsíðunni.
Ritstjórn Hlekksins er þó skylt að benda þér á að reynslusögur félaga endurspegla einungis þeirra reynsluheim og er ekki hægt að heimfæra jafnt upp á alla aðstandendur. Við birtum reynslusögur félaga svo framarlega að þær deili reynslu, styrk og von sem getur nýst öðrum.

Forum, Inncontro, Australink, News and Views…..
Mörg aðildarlanda Al-Anon samtakanna á heimsvísu gefa líka út tímarit, ýmist á prenti eða á vef. Áhugavert er að kynna sér áherslur og batagöngu Al-Anon félaga um víða veröld.
Mjög auðvelt er gerast áskrifandi að Forum sem WSO alþjóðaskrifstofan gefur út.
Við hvetjum félaga sem hafa góða enskukunnáttu til þess að gerast áskrifendur að Forum.
Gerast áskrifandi að Forum http://www.al-anon.org/forum.html
Ítalir gefa t.d. út Inncontro, Ástralir Australink og Bretar og Írar; News and Views. Kíkið endilega á vefsíður Al-Anon landa og gáið hvort þær bjóða upp á áskrift á því máli sem ykkur hugnast. Einnig þætti okkur gaman að fá að vita um fleiri tíma- eða vefrit gefin út í fleiri löndum. Vinsamlegast sendið slóðina, nafnið eða netfangið á al-anon@al-anon.is.
Eins og er þá er það spænska það tungumál sem flestir Al-Anon félagar tala. Alþjóðasamtökin gefa út lesefni á ensku, spænsku og frönsku. Hafirðu áhuga á að láta panta fyrir þig lesefni á spænsku eða frönsku hafðu þá endilega samband við skrifstofuna okkar. (al-anon@al-anon.is)