Reynslusaga: “Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju.” Annað sporið á í dag mjög sérstakan stað í mínu hjarta, þar sem ég tel það, ásamt spori eitt og þrjú, vera grunvöllurinn af bata mínum í Al-anon. Þegar ég kom á mína fyrstu Al-anon fundi var ég full af hroka þegar ég heyrði …
Að losna undan lyginni
Það er sagt að ég hafi alist upp við þá hugsun að ég yrði að haldi upp fullkomni ímynd út á við af heimili mínu og fjölskyldu. Sem barn, var ég vön lygum fjölskyldu minnar, jafnvel þótt að fjölskyldan nyti ákveðins traust út á við. Þau stóðu við skuldbindingar sínar, borguðu skatta og stálu ekki. Líf þeirra var látlaust og …
Fyrsta sporið
Í nokkuð mörg ár hef ég verið að gægjast inn á Al-anon fundi í þeirri von um að lausnin mundi breytast. Var virkilega nauðsynlegt fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og að mér var orðið um megn að stjórna eigin lífi? Eftir því sem að árin hafa liðið og líðan mín og líf ekki breyst til hins betra, þá …
Verkefnin eru auðveldari viðfangs
Þegar ég hugsa um jafnvægi, verður mér hugsað til þess sem einn félagi sagði á fundi þegar umræðuefnið var „Hafðu það einfalt.” Hann sagði að hann reyndi að gera daglegu verkefnin án þess að hafa áhyggjur af restinni. Þrátt fyrir að ég hafi heyrt þetta oft áður tengi ég alltaf við þetta aftur. Ég á það til að ýta á undan …
Slepptu tökunum og leyfðu Guði
Slagorðin öll hafa á einhverjum tímapunkti reynst mér vel; þau innihalda hvert um sig einfaldar leiðbeiningar um hvað Al-Anon leiðin felur í sér og minna mig á þegar ég hef týnt átttum við að „knýja fram úrlausnir“ og verð „uppstökk og ósanngjörn“. Vandamálin hafa minnkað að umfangi með árunum en ennþá tekst þeim samt að „ná tökum á hugsunum mínum …
Kraftaverk
11. sporið: – úr Leiðir til bata Ellefta sporið er afar sérstakt spor. Ég kunni vel að meta það um leið og ég heyrði það fyrst. Áður en ég kom inn í Al-Anon hafði ég fengið áhuga á austrænum trúarbrögðum. Mér geðjaðist að hugmyndinni um hugleiðslu. En þó virtust allar tilraunir mínar til að hugleiða mistakast. Ég gat ekki haldið kyrrð …
Hvernig geta þær hjálpað mér?
Okkur hjónunum finnst gaman að spila við vini okkar, að fara út að borða, fylgjast með börnunum okkar í uppákomum í skólanum og að heimsækja ættingja hvors annars. Það eina sem ógnaði tómstundunum okkar var drykkja. Fyrst eftir að við giftum okkur gerði ég mér grein fyrir því að í fjölskyldu konu minnar voru nokkrir sem áttu í vanda með …
Hvað ef alkóhólistinn drekkur aftur?
Eftir að hafa búið við drykkjuvandamál sonar míns í gegnum gagnfræðaskóla, háskóla, hjónaband, skilnað og vinnumissi, var það ég sem endaði á hjartadeild sjúkrahúss. Það var þá sem ég leitaði hjálpar hjá Al-Anon. Í fyrstu var ég ekki viss um að ég ætti heima í Al-Anon. Ég fór vegna þess að ég þurfti að gera eitthvað í drykkju sonar míns. …
Hjálp með aðstoð slagorðanna
Þegar ég kom fyrst inn í Al-anon var ég stöðugt með áhyggjur og kvíða yfir öllum mögulegum ástæðum. Hugasnirnar voru bæði ruglingslegar og tóku oft frá mér mikinn tíma, „Hvað ef þetta gerist…” og „Ef þessi segir þetta þá…” voru algengar hugsanir. Þegar ég var búin að vera í Al-Anon í smá tíma fóru slagorðin að óma í huga mér. …
Faðirinn sem ég þarfnaðist
Það mikilvægasta sem ég hef fengið frá Al-Anon er samband mitt við Æðri mátt. Áður en ég byrjaði í prógramminum hafði ég ekkert hugtak yfir Æðri mátt sem uppsprettu kærleiks og vegvísi til betra lífs. Guð var einskonar stigavörður sem hafði yfirlit yfir mistök mín og ég var honum ekki þóknanlegur. Hugmynd mín um Guð var að hann væri refsandi …