Niðurstöður vinnusmiðju 13. september 2014

Vinnusmiðja um rekstur Al-Anon á Íslandi
 
Vinnusmiðja var haldin þann 13. september sl. um rekstrargrundvöll Al-Anon samtakanna. Þar urðu góðar og gagnlegar umræður um mikilvægi þess að efla samtökin okkar og finna leiðir til að ýta undir tilfinningu félaga til sameiginlegrar ábyrgðar á rekstri samtakanna.
 
Mikil áhersla var lögð á það af þeim sem tóku þátt í umræðum að mikilvægt væri að finna leiðir til að koma upplýsingum af vinnusmiðjunni til félaga með skýrum og greinargóðum hætti. Framkvæmdanefnd Al-Anon hefur með stuðningi Aðalþjónustunefndar tekið saman helstu ábendingar og atriði sem fram komu og gert áætlun um með hvaða hætti verður brugðist við helstu atriðum sem fram komu. Við teljum mikilvægt að félagar geti séð hvaða atriði voru talin mikilvægust og hvaða tillögur eru um aðgerðir.
 
Nánar verður upplýst um framvindu einstakra verkefna í upphafi næsta árs.
 
Atriði sem komu fram Áætlun um viðbrögð

Mikilvægt að deildir meti útgjaldaliði, t.d. húsaleigu og kaffikostnað með það í huga hvort nægilega sé hugað að samræmi í tekjum og gjöldum deildanna.

Þetta er í höndum hverrar deildar fyrir sig, ábyrgðin hjá samvisku deildanna.

Nota orðið „þakklætispottur“ og kynna betur til hvers er greitt í hann – semja tillögu að texta fyrir gjaldkera. Passa að ekki sé sagt “að gefa til skrifstofunnar” þegar safnað er í þakklætispottinn. Í lok nóvember sendum við tilkynningu um bóksölu. Þá verður lögð áhersla á þakklætispottinn. Einnig væri gott að senda tillögu að leiðbeinandi gjaldkeratexta í desember/janúar.
Meiri upplýsingar til félaga um reksturinn, t.d. birting rekstrarkostnaðar á heimasíðu. Verið að vinna í birtingu upplýsinga á heimasíðu.
Bæta gjaldkeraskipulag, kynna betur möguleika á notkun kennitölu samtakanna á reikningum fyrir deildir – skrifstofan mikilvæg til að hafa yfirsýn og leiðbeina deildum. Þetta er nokkuð flókið og hefur verið í undirbúningi í dálítinn tíma. Gerum ráð fyrir að í upphafi nýs árs hafi unnist tími til að kynna þetta fyrirkomulag fyrir deildum.
Kynna betur erfðavenjur fyrir félögum – hafa leiðara „til leigu“ sem fjallar um erfðavenjur, þannig að þekking á erfðavenjum haldist í deildum. Vinnustofur hefjast í byrjun árs um erfðavenjurnar 12. Þannig er gert ráð fyrir að við komum upp öflugum hópi félaga sem eru tilbúnir að leiða erfðavenjufundi.
Bæta nýliðamóttöku með sérstökum fundum ætluðum nýliðum þar sem uppbygging samtakanna er kynnt (eða leggja áherslu á að fjallað sé reglulega um þríhyrninginn). Þetta er í höndum hverrar deildar fyrir sig, ábyrgðin hjá samvisku deildanna. Gott væri að hvetja til þess innan skamms tíma að deildirnar skoði þetta hver fyrir sig.
Kanna notkun á nýrri tegund posa þar sem gsm símar eru notaðir – möguleikar á „greiðsluappi“ fyrir deildir verði kannaðir – nútímalegri greiðslumöguleikar, flipi á heimasíðu, „styrkja samtökin“ Þarf að skoðast nánar. Er ekki komið í vinnslu en er á verkefnalista framkvæmdanefndar.
Senda bréf til deildarfulltrúa varðandi frekari kynningu á erfðavenjum í deildum. Verður gert í framhaldi af erfðavenjuvinnustofu.
Halda vinnusmiðju með erfðavenjurnar og leggja áherslu á að sponsorar kynni þær fyrir sponsíum, leggja almennt meiri áherslu á vinnu í erfðavenjum. Vinnustofur hefjast í byrjun árs um erfðavenjurnar 12.
Vekja athygli á mánaðarlegum millifærslum á reikning samtakanna sjálfra eða reikningum einstakra deilda. Þarf að skoðast nánar. Er ekki komið í vinnslu en er á verkefnalista framkvæmdanefndar.
Framleiða boli með slagorðunum sem hægt væri að selja innan Al-Anon, t.d. á afmælisfundinum og öðrum fundum Al-Anon. Bolirnir eru í vinnslu og verða seldir á afmælisfundinum 16. nóvember 2014 í Grafarvogskirkju.
Hafa betri fyrirvara á afmælisfundi með góðri kynningu þannig að hann nýtist betur. Á þessu var tekið fyrir afmælisfundinn. Kynningar voru sendar út
1 ½ mánuði fyrir fund. Minnt var á hann aftur með bréfi til deildarfulltrúa í vikunni fyrir fundinn.
Selja bækur Al-Anon á netinu. Kannaðir verði allir möguleikar í þeim efnum. Þessi möguleiki er fyrir hendi. Hins vegar er ekki gott að sinna þessari bóksölu á meðan ekki er starfsmaður á skrifstofu. Því hefur verið lagt að fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu að sækja bækur á auglýstum opnunartíma bóksölu.