Fyrsta sporið

Einn dagur í einu í Al-Anon
3. maí
Í fimmtán látlausum orðum fyrsta sporsins felst mikil lífsspeki. Hægt væri að skrifa margar bækur um þá uppgjöf sem fyrstu sex orðin leggja til: ,,Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi.” Næstu níu orðin tákna viðurkenningu okkar á því að við höfum ekki enn lært að fást skynsamlega við okkar mál: ,,…okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.” Fyrsta sporið býr okkur undir nýtt líf sem við getum því aðeins öðlast að við sleppum tökunum á því sem við getum ekki stjórnað. Að við tökumst á hendur, einn dag í einu, hið geysistóra verkefni að koma reglu á líf okkar með breyttum hugsunarhætti.
 
 
Til umhugsunar í dag
            Ég ætla ekki einvörðungu að nota þá visku sem felst í fyrsta sporinu í sambandi mínu við alkóhólistann, heldur einnig við annað fólk og atvik í lífi mínu. Ég ætla ekki að reyna að ráða við eða stjórna því sem mér er greinilega um megn; ég ætla að helga mig því að stjórna mínu eigin lífi og aðeins því.
 
,,Það er aðeins eitt í þessum heimi sem þú getur verið viss um að geta bætt, og það ert þú.”
 

  B-6, Einn dagur í einu í Al-Anon (One Day at a Time in Al-Anon)
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að sé sótt um heimild til Al-Anon Inc. ©