1. apríl 2021 14:17

Bóksala - breyting

COVID-19

 

Kæru félagar.

 

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða út af COVID-19 þá er bóksalan lokuð í dag (1. apríl 2021). Hins vegar verður hægt að sækja netpantanir á skrifstofuna þann 8. apríl frá kl. 16-18, bætt hefur verið við tímabundnum valkost í netpöntunareyðublaðið á heimasíðunni. Munum eftir einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar komið er inn á skrifstofuna. Við minnum einnig á að netpantanir eru afgreiddar eins og venjulega.

 

Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna eru félagar vinsamlega beðnir að senda fyrirspurnir á netfang samtakanna, al-anon@al-anon.is.

 

Al-Anon kveðja,

Framkvæmdanefnd