13. janúar 2021 20:03

Bóksala - breyting á opnun

 

Kæru félagar.

Það gleður okkur að tilkynna að bóksala Al-Anon verður ekki einungis opin fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, heldur einnig framvegis þriðja fimmtudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18. Bóksala Al-Anon verður því næst opin fimmtudaginn 21. janúar frá kl. 16-18. Munum eftir einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar komið er inn á skrifstofuna. Við minnum einnig á að netpantanir eru afgreiddar eins og venjulega.

 

Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna eru félagar vinsamlega beðnir að senda fyrirspurnir á netfang samtakanna, al-anon@al-anon.is.

 

Al-Anon kveðja,

Framkvæmdanefnd