1. nóvember 2020 12:04

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 2020

19. nóvember á Zoom

 

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2020, frá kl. 17.00 – 18.00. Vegna sóttvarnaraðgerða verður haldinn fjarfundur á Zoom. Við vekjum athygli á að á fundinum fer fram kosning í þjónustu svæðisfulltrúa, varasvæðisfulltrúa og gjaldkera. Við hvetjum alla félaga til að mæta og gefa kost á sér í þjónustu, því þegar við tökum þátt í þjónustu eflum við eigin bata.

 

Hlekkur á fundinn: Svæðisfundur - Lykilorð: 2EMMDK

 

Lesa má um hlutverk svæðisfulltrúa, gjaldkera og svæðisfundar í Þjónustuhandbók Al-Anon samtakanna á Íslandi.

 

Við minnum að lokum á leiðbeiningar til að tengjast Zoom fjarfundum sem eru hér á heimasíðunni.

 

DAGSKRÁ SVÆÐISFUNDAR

 1. Fundur settur með æðruleysisbæninni.
 2. Fundarmenn kynna sig.
 3. Kosning fundarritara.
 4. Lesið upp úr „Einn dagur í einu í Al-Anon“, erfðavenjur og þjónustuhugtök.
 5. Hlutverk svæðisfundar kynnt.
 6. Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin.
 7. Kosning gjaldkera.
 8. Kosning svæðisfulltrúa og varasvæðisfulltrúa.
 9. Skýrsla landsþjónusturáðstefnu
 10. Alþjóðafulltrúar kynna það sem fram kom á IAGSM-ráðstefnu 2020
 11. Önnur mál.
 12. Ákvörðun um næsta svæðisfund.
 13. Fundi slitið með æðruleysisbæninni.

 

Fundarboð og dagskrá PDF skjal.

 

Svæðisfulltrúi Reykjavíkursvæðis