11. nóvember 2019 08:58

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju 24. nóvember

 

Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.

 

Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins.

 

Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.

 

Sameiginlegt kaffihlaðborð verður eftir fundinn þar sem Al-Anon félagar koma sjálfir með eitthvað góðgæti til að leggja á borð. Félagar eru hvattir til að baka/kaupa eitthvað og leggja þannig sitt af mörkum. Þeir sem ná að baka eða kaupa eitthvað með kaffinu komi með góðgætið í Grafarvogskirkju klukkan hálf átta á sunnudagskvöldið.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á afmælisfundinum þann 24. nóvember.

 

Kveðja

Almannatengslanefnd