21. mars 2017 12:09

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2017

Laugardaginn 1. apríl í Reykjavík

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2017 verður haldin laugardaginn 1. apríl n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík (ská á móti Pítunni í Skipholti). Vinnustofa verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 2. apríl (sjá frétt um vinnusmiðju).

 

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er:  „Trúnaðarsambandið – þáttur í bataferlinu.“

 

Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon starfið í landinu. Hún er aðalfundur nefnda Al-Anon þar sem þær greina frá starfinu á undanförnu ári í landsþjónustu Al-Anon. Öll svæði eiga þar kjörna fulltrúa sem greina frá starfi svæðanna og hafa atkvæðisrétt. Ráðstefnan er stefnumótandi fyrir samtökin og hefur að leiðarljósi tólf erfðavenjur og tólf þjónustuhugtök Al-Anon.

 

Með Al-Anon kveðju,

ráðstefnunefnd