8. mars 2015 08:28

Vinnusmiðja um erfðavenjur sunnudag 22. mars

Sjómannaheimilið, Brautarholti 29, kl. 11

 

Kæru félagar,

 

Vinnusmiðja um erfðavenjur Al-Anon verður haldin sunnudaginn 22.mars n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík frá kl. 11 – 15.

 

Þáttökugjald er ekkert en þakklætispotturinn verður á sínum stað.

 

Félagar úr Al-Anon munu deila reynslu, styrk og von út frá erfðavenjunum, skipt verður í umræðuhópa um hvernig við getum nýtt okkur erfðavenjurnar í lífi okkar og starfi.

 

Húsið opnar kl: 10:30, allir eru velkomnir.

 

Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu.

 

Mætið með skrifblokk og penna.

 

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

- Framkvæmda- og ráðstefnunefnd